Rexton sigrar í flokki jeppa

Rexton varð hlutskarpastur í jeppaflokki.
Rexton varð hlutskarpastur í jeppaflokki.

Því er fagnað hjá Bílabúð Benna, að SsangYong Rexton hreppti fyrsta sætið í flokki jeppa í kosningu Bandalags íslenskra bílablaðamanna á Bíl ársins 2020.

Benedikt Eyjólfssonar hjá Bílabúð Benna var að vonum kátur. „Við vissum að Rexton ætti þetta skilið, en það er sérlega ánægjulegt að fagstétt íslenskra bílablaðamanna skildi vera á sama máli. Þetta er staðfesting á því að ekkert er ofmælt um þennan magnaða jeppa frá Ssang Yong”, segir Benedikt.

Í fréttatilkynningu frá Bílabúð Benna kemur fram að þetta eru ekki einu verðlaunin sem Rexton hefur landað í ár. Áður hafi SsangYong Rexton hlotið titilinn 4X4 jeppi ársins 2019 hjá fagtímaritinu 4X4 Magazine.

mbl.is