Volvo Cars dregur verulega úr kolefnislosun

Volvo hefur markað sér metnaðarfulla stefnu varðandi losun gróðurhúsalofts í …
Volvo hefur markað sér metnaðarfulla stefnu varðandi losun gróðurhúsalofts í bílaframleiðslu.

Volvo Cars hefur samþykkt metnaðarfulla áætlun sem miðar að því að draga úr kolefnisfótsporum á hvern bíl á árunum 2018-2025 um 40%. Þetta er fyrsta áþreifanlega skrefið í átt að markmiði Volvo Cars að verða hlutlaust í loftlagsmálum fyrir árið 2040.

„Áætlunin felur í sér markvissar aðgerðir sem eru í samræmi við Parísarsáttmálann frá árinu 2015, sem leitast við að halda hlýnun jarðar við 1,5 °C, segir í tilkynningu.

Markmið Volvo Cars fyrir árið 2040 fer út fyrir það að takast á við CO2 losun frá bílum með algjörri rafvæðingu. Það mun einnig takast á við kolefnislosun í framleiðslukerfinu, rekstrarumhverfinu, aðfangakeðjunni og í gegnum endurvinnslu og endurnýtingu efna.

Stefnt að hlutleysi

Volvo hefur markað sér metnaðarfulla stefnu varðandi losun gróðurhúsalofts í …
Volvo hefur markað sér metnaðarfulla stefnu varðandi losun gróðurhúsalofts í bílaframleiðslu.


„Sem nærtakara skref í átt að 2040 markmiðinu ætlar Volvo Cars að innleiða fjölda metnaðarfullra, tafarlausra aðgerða til að draga úr C02 losun fyrirtækisins um 40% á hvern bíl á árunum 2018-2025. Á þeim tímapunkti stefnir fyrirtækið að því að alþjóðlegt framleiðslukerfi þess verði að fullu hlutlaust í loftlagsmálum,“ segir í tilkynningunni.

Til að átta sig á umtalsverðri 40% lækkun CO2 losunar hvers bíls fyrir árið 2025 hefur fyrirtækið sett fjölda markmiða fyrir mismunandi hluta starfseminnar. Upphaflega markmiðið að 50% af heildarsölu væru rafmagnsbílar fyrir árið 2025 er sterkt en það myndi leiða til 50% lækkunnar á CO2 losun á hvern bíl á árunum 2018-2025.

Ráðist á aðfangakeðjuna

Dregið verður marvisst úr losun gróðarhúsalofts úr allri framleiðslu- og …
Dregið verður marvisst úr losun gróðarhúsalofts úr allri framleiðslu- og aðfangalínu Volvo.


Önnur skammtímamarkmið eru 25% lækkun á C02 losun sem tengist aðfangakeðju fyrirtækisins fyrir árið 2025, 25% hluti endurunniðs plasts í nýjum Volvo bílum árið 2025 og 25% minnkun kolefnislosunar sem myndast út frá af heildarrekstri fyrirtækisins, þ.m.t. framleiðslu og flutninga.

Volvo Cars var fyrsti hefðbundni bílaframleiðandinn til að skuldbinda sig í að fara alla leið með rafvæðinguna og útleiða þá bíla sem eingöngu eru knúnar með bensín- og dísilvélum. Frá og með þessu ári verða allir nýir Volvo bílar rafvæddir og fyrirtækið kynnir í dag einnig fyrsta al-rafmagnaða bílinn sinn, XC40 Endurhlaðinn. Frá og með XC40 Endurhlaðinn mun Volvo Cars gefa upp meðal líftíma kolefnisspora hvers einasta nýja bíls sem þeir framleiða.

XC40. Recharge er fyrsti bíllinn í nýju rafvæddu línunni frá Volvo Cars. Recharge mun vera almenna nafnið fyrir alla hlaðanlega Volvobíla bæði rafbíla og tengiltvinnbíla. Recharge línan miðar að því að auka sölu á rafmagnsbílum Volvo Cars enn frekar og hvetja plug-in hybrid ökumenn til að nota Pure mode eins mikið og mögulegt er.

Volvo hefur markað sér metnaðarfulla stefnu varðandi losun gróðurhúsalofts í …
Volvo hefur markað sér metnaðarfulla stefnu varðandi losun gróðurhúsalofts í bílaframleiðslu.
Volvo hefur markað sér metnaðarfulla stefnu varðandi losun gróðurhúsalofts í …
Volvo hefur markað sér metnaðarfulla stefnu varðandi losun gróðurhúsalofts í bílaframleiðslu.
Sólrafhlöður á þaki Volvobyggingar.
Sólrafhlöður á þaki Volvobyggingar.
mbl.is