Framtíðin hjá Toyota

Toyota LQ
Toyota LQ

Toyota tilkynnti  í lok síðustu viku um nýjan bíl, LQ, sem sagður er mynda tilfinningasamband milli ökumanns og bíls.

Sem stendur er um þróunarbíl að ræða sem nýtir sér nýjustu tækni út í  æsar.

LQ er önnur kynslóð hugmyndabílsins „concept-i“ sem kynntur var til leiks á rafeindatækjasýningunni í Las Vegas árið 2017.

Bíllinn verður búinn tækni til sjálfaksturs og svonefndum „Yui“ gerfigreindarbúnaði sem er hannaður til þess að læra af ökumanni og veita honum og farþegum persónusniðna akstursupplifun.

LQ verður frumsýndur á bílasýningunni sem hefst í Tókýó á fimmtudag og stendur til 4. nóvember.

Toyota LQ
Toyota LQ
Toyota LQ
Toyota LQ
Toyota LQ
Toyota LQ
mbl.is