Volvo endurhlaðinn ryður brautina

Hinn nýi Volvo XC40 tengiltvinnbíll.
Hinn nýi Volvo XC40 tengiltvinnbíll.

Komandi kaupendur Volvobíla standa frammi fyrir þeirri spurningu hvort hann eigi að vera búinn rafkapli eður ei. Nú hefur sænski bílsmiðurinn nefnilega kynnt til sögunnar rafbíl með kapli, svonefndan Volvo Recharge XC40 TF.

Hann er byggður á undirvagni samnefnds bíls með vél er gengur fyrir jarðefnaeldsneyti. Litíumjóna rafgeymar verða í gólfbotninum. Hann er fyrsti rafbíllinn af mörgum en Volvo boðar nýjan rafbíl á hverju ári næstu fimm árin.     

Í venjulegri daglegri notkun dugar rafmótorinn til að knýja bílinn en hann hefur síðan bensínið til að komast í lengri ferðir án þess að þurfa að hlaða. Saman skili bensínvélin og rafmagnið 262 hestöflum til aksturs.

Volvo lýsir XC40 bílnum sem jeppa er gerður sé fyrir borgar- og landsbyggðarakstur. Hann sé stútfullur af nýjungum, með svipmikla  hönnun, frábært geymslurými og snjalltækni.

Til að ýta undir rafvæðinguna munu danskir kaupendur fá í kaupbæti ókeypis rafhleðslu á XC40 T5 tvinnbíla sína fyrsta árið. Í tilefni komu þessa bíls segist Volvo með honum   
 
Í tilefni komu þessa bíls segist Volvo alltaf hafa hjálpað til við að vernda mannfólkið, en nú verði einnig hjálpað til við að vernda jörðina líka.

Er það yfirlýst markmið Volvo að helmingur fólksbílasölu fyrirtækisins árið 2025 verði hreinir rafdrifnir bílar. Afgangurinn vonast fyrirtækið að verði tengiltvinnbílar.

Volvo XC40 T5 er væntanlegur til Íslands í febrúar  næstkomandi, 2020, og kosta frá  5.190.000 krónum.

Hinn nýi Volvo XC40 tengiltvinnbíll.
Hinn nýi Volvo XC40 tengiltvinnbíll.
Hinn nýi Volvo XC40 tengiltvinnbíll.
Hinn nýi Volvo XC40 tengiltvinnbíll.
Hinn nýi Volvo XC40 tengiltvinnbíll.
Hinn nýi Volvo XC40 tengiltvinnbíll.
Kolefnisspor nýs volvobíls.
Kolefnisspor nýs volvobíls.
Markmið Volvo í loftslagsmálum.
Markmið Volvo í loftslagsmálum.
mbl.is