Dísilið enn á undanhaldi

Að sögn greiningarfyrirtækisins JATO hallar enn undan dísilinu sem bílaeldsneyti og er hlutdeild þeirra í ESB-löndunum sokkið niður í 30%.

Þetta þýðir að hlutfallið hefur minnkað um fimm prósentustig frá sama tíma í fyrra er það var 35%. Bensínnotkunin stígur eiginlega jafn mikið og dísil skreppur saman, eða úr 57% hlutdeild í 61%.

mbl.is