Leigja heimreiðar og komast frí

Ódýrara er að fá stæði í heimreið húsa í nágrenninu …
Ódýrara er að fá stæði í heimreið húsa í nágrenninu heldur en á flugvellinum sjálfum.

Ein aðferð til að fjármagna sumarfríið er að leigja öðru fólki á leið í frí heimreið þína eða stæði við bílskúrinn.

Óteljandi fjölskyldur í Bretlandi þéna nú að meðaltali rúmlega 1.000 sterlingspund, um 150.000 krónur, á ári með því að leigja fólki á leið í frí stæði við heimili sín.

Leigan er langt undir því verði sem kostar að geyma bíl á stæðum flugvalla. Með því að fara þessa leið segir vefsetrið YourParkingSpace.co.uk að fólk sem leigir út bílapláss geti fjármagnað sitt næsta frí að verulegu leyti.

Framkvæmdastjóri vefsetursins segir að svo ánægðir séu notendur þessarar útleigu heimreiða og stæða að þeir séu vart heim komnir úr fríi fyrr en þeir byrja að skipuleggja ferðalag næsta árs. agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »