Tvö ný afbrigði í Tókýó

Mitsubshi Mi-Tech
Mitsubshi Mi-Tech

Mitsubishi stillti tveimur áhugaverðum bílum upp á bílasýningunni alþjóðlegu sem nú stendur yfir í Tókýó. Séu þeir á leið í fjöldaframleiðslu tákna þeir nýjar brautir í smíðastefnu Mitsubishi.

Sá fyrr er opinn, þó ekki mjög, því hann er aðeins tveggja sæta og ber heitið Mi-Tech. Seinni hluti heitisins vísar til drifrásarinnar. Henni er lýst þann veg að hún sé blanda af drifrás Mazdas MX-5 í RF-útgáfunni og aflrás fyrri kynslóðar Land Rover Defender.

Drifrásin á sér enga líka en í henni er túrbína sem knýr rafal sem matar rafmagnsdrif á öllum fjórum hjólum. Rafmótor er við hvert þeirra og sérstakur átaksbreytir deilir snúningsvægi hjólanna.

Þá sýndi japanski bílsmiðurinn litla smárútu eða fjölnotabíl undir heitinu Super Height K-Wagon. Þar er um smábíl að ræða en miklu hærri enn menn eiga að venjast, eins og skírskotað er að í heiti bílsins.

Þennan bíl mun 660 rúmsentímetra og þriggja strokka 63 hestafla vél knýja.

Mitsubishi K-Wagon.
Mitsubishi K-Wagon.
Mitsubishi K-Wagon
Mitsubishi K-Wagon
Mitsubshi Mi-Tech
Mitsubshi Mi-Tech
Mitsubshi Mi-Tech
Mitsubshi Mi-Tech
Mitsubshi Mi-Tech
Mitsubshi Mi-Tech
mbl.is