Fimm nýir hjá Suzuki

Suzuki Wako.
Suzuki Wako.

Ekki vantar fjölbreytnina á alþjóðlegu bílasýningunni sem nú stendur yfir Tókýó og þar var Suzuki einna fremstur í flokki bílsmiða með fimm nýja bíla, auk farartækja á tveimur eða þremur hjólum. 

Hér er fyrst og fremst um að ræða þróunarbíla sem á þessu stigi er óljóst hvort þeir eigi eftir að koma á götuna sem fullskapaðir.  

Waku SPO fær eflaust einna mesta athygli en rík fortíðarþrá einkennir hönnun hans og minnir sumpart á Suzuki Fronte 360 frá 1967, bílinn sem þótti einstakur og höfðaði til miklu stærri hóps en þess sem eignaðist eintak.

Hanare er annar hugmyndabíll sem einnig  hefur notið baksýnisspegla-hönnunar.  Hugmyndafræðilega er margt í honum sótt í fjórðu kynslóð Suzuki Carry frá 1969. Hanare er lýst sem „hreyfisalur“. 

Tvö Hustler þróunarmódel eru öllu jarðbundnari og henta fólki á ferð, m.a. til útivistar.

Fimmti hugmyndabíll Suzuki á sýningunni er Every sem þróaður er í samstarfi við fyrirtæki að nafni Combi sem sérhæft er í framleiðslu ungbarnavörur ýmiss konar. Þið ráðið  hvort þið trúið því eður en ei, en hann verður sérstaklega innréttaður með skiptiborði fyrir ungbörn og horn þar sem móðir með barn á brjósti getur gefið því sopann. 

Suzuki Hanare.
Suzuki Hanare.
Suzuki Wild Waku Every.
Suzuki Wild Waku Every.
Suzuki Hustler
Suzuki Hustler
Suzuki Hustler
Suzuki Hustler
mbl.is