Alvaran í fyrirrúmi

Nissan iMk concept er sýndur í Tókýó.
Nissan iMk concept er sýndur í Tókýó.

Nissan stillti upp þróunarbíl á alþjóðlegu bílasýningunni í Tókýó sem vakti mikla athygli. Ekki síst vísbendinga um að þar væri á ferðinni alvörubíll en ekki einhver sýningarbrella.

Þá þykir mega sjá að bíllinn verði ekki aðeins til sölu í Japan, heldur megi útbúa hann svo hann standist evrópskar kröfur um nýja bíla. Hann er 3,434 metrar á lengd og 1,512 metrar á breidd. 

Bílnum hefur verið gefið heitið iMk concept. Er hann býsna kassalaga en með kraftmikla nærveru. Hurðir eru fjórar og aflið fær hann úr rafgeymum í gólfbotninum. Undirvagninn verður brúkaður á alla A-stærðar bíla Nissan héðan í frá.

Þykir líklegt að Renault muni njóta góðs af löngu samstarfi við Nissan og fái undirvagninn einnig undir Renaultbílar af þessari stærð. Fáleikar virðast þó um þessar mundir með Nissan og Renault vegna erfiðleika tengdum burtrekstri æðsta manns beggja, Charles Ghosn.

Á götumáli yrði líklega sagt að bíllinn væri „svalur“. Hann er mjög bjartur innan dyra. Komu innanhússarkitektar að þróun þess. 

<br/>
Nissan iMk concept er sýndur í Tókýó.
Nissan iMk concept er sýndur í Tókýó.
mbl.is