Flestir heita Michel

Fjölnotabíllinn Citroen C4 Picasso. Skyldi eigandinn heita Michel?
Fjölnotabíllinn Citroen C4 Picasso. Skyldi eigandinn heita Michel?

Frönsk umferðaryfirvöld skrá niður margvíslegar upplýsingar í tengslum við nýskráningar bíla.

Samkvæmt þeim var til dæmis meðalaldur kaupenda nýrra bíla í Frakklandi árið 2018 55 ár.

Þá er það forvitnilegur fróðleikur að Michel er algengasta nafn kaupenda. Önnur persónunöfn á uppleið og er Philippe til dæmis algengast yfir kaupendur tveggja hurða bíla og blæjubíla.

Patrick heita flestir kaupendur fjölnotabíla og Martine flesteir kaupendur fimm sæta (lítilla) fjölnotabíla.

mbl.is