Sækjast eftir öryggi

Renault er meðal bílsmiða sem keypt hafa sig inn í …
Renault er meðal bílsmiða sem keypt hafa sig inn í tölvuvarnafyrirtækið Upstream Secutiry.

Bílaframleiðendur eru meðvitaðir um varnarleysi bíla gagnvart stafrænum stuldi og leita því leiða til að búa svo um hnúta að ókleift verði að brjótast inn í þá með snjallsíma eða fistölvu.

Hafa bílaframleiðendur meðal annars keypt sig inn í fyrirtæki sem vinna með og þróa búnað sem á að geta lokað á óboðna þrjóta.

Þar er ísraelskt fyrirtæki að nafni Upstream Secutiry eftirsóttur samstarfsaðili en það hefur sérhæft sig í að þróa búnað sem ætlað er að verja nettengda bíla fyrir þrjótunum.

Fyrirtækið er nýbúið að ganga í gegnum fjármögnunarferli þar sem það aflaði rúmlega 30 milljónir dollara til að efla starfsemi sína. Meðal nýrra fjárfesta sem keypt hafa sig inn í Upstream Security eru bílaframleiðendurnir Renault, Hyundai og Volvo.

mbl.is