25.000 brýr illa farnar

Saint-Esprit brúin í Bayonne í suðvesturhluta Frakklands er ein af …
Saint-Esprit brúin í Bayonne í suðvesturhluta Frakklands er ein af óteljandi frönskum vegabrúm. AFP

Vegayfirvöld hrukku víða í kút eftir lestarslysið alvarlega í Genúa á Ítalíu í fyrrasumar og spurðu sig hvort svona gæti farið hjá þeim.

Frönsk samgönguyfirvöld skipuðu þegar í stað, að úttekt skyldi gert á burðarþoli franskra brúa.

Í ljós kom að svipað gildir um brýr á frönskum vegum og vötn í Finnlandi; þær virtust óteljandi. Alls vega var hvergi einhlíta tölu yfir fjölda þeirra að finna en brýrnar eru á snærum ýmissa yfirvalda. Þær eru ekki bara á könnu ríkisisins, heldur heyra sumar undir héraðs- eða sveitarstjórnir, undir mismunandi vegamálastjórnir og þar fram eftir götunum.

Að mati bestu manna eru brýrnar taldar vera á bilinu 200.000 til 250.000. Þótti eftir úttekt mega slá því föstu að 10% þeirra, 20-25 þúsund, væru ógn við umferðaröryggi. Af þeim heyrðu 2.800 undir franska ríkið. Niðurstaða sérfræðinga og ráðgjafa í nýlegri skýrslu er að ekki væri hægt að bíða með aðgerðir; Leggja yrði 1,3 milljarð evra til hliðar til viðgerða á hinum hrörlegu brúm á næstu sex árum.

mbl.is