Forsala hafin á nýjum Peugeot 208

Rafbíllinn Peugeot e-208.
Rafbíllinn Peugeot e-208.

Forsalan er hafin hjá Brimborg á glænýjum Peugeot 208, bæði á rafbílnum og bensínbílnum. Þeir eru væntanlegir til landsins  í janúar næstkomandi, 2020.

Sparneytinn bensínbíllinn eyðir aðeins frá 4,0 lítrum á hundraðið og CO2 losun er aðeins frá 94 gr/km. Hann fæst ýmist með beinskiptingu og með nýrri 8 þrepa sjálfskiptingu.

Peugeot 208 með bensínvél kostar frá 2.490.000 krónum og rafbíllinn Peugeot e-208 kostar frá 3.790.000 krónum.

Rafbíllinn Peugeot e-208 er sjálfskiptur með 50 kWh rafhlöðu sem skilar drægi við kjöraðstæður allt að 340 km. skv. WLTP mælingu. Rafhlöðuna er hægt að hraðhlaða í allt að 80% hleðslu á 30 mínútum og í 100% hleðslu á 7,5 klst í heimahleðslu.

Allir nýir Peugeot bílar eru með 5 ára ábyrgð og rafbíllinn að auki með 8 ára rafhlöðuábyrgð. „

Hönnun nýja Peugeot 208 hefur hlotið einróma lof fyrir framsækið útlit sem er undirstrikað með LED fram- og afturljósunum sem setja sterkan svip á bílinn. Innréttingin eru í anda Peugeot i-Cockpit með nýjustu kynslóð af tækni og stafrænu 3D mælaborði þar sem allar upplýsingar eru í sjónlínu ökumanns,“ segir í tilkynningu.

Hinn nýi Peugeot 208 hefur hlotið góða dóma.
Hinn nýi Peugeot 208 hefur hlotið góða dóma.
mbl.is