20% keyptu raf- eða tengiltvinnbíl

Nýskráningar fólks- og sendibíla eftir umboðum í október 2018 og …
Nýskráningar fólks- og sendibíla eftir umboðum í október 2018 og 2019.

Alls voru nýskráðir 770 fólks- og sendibílar hér á landi í október, en það sem af er ári eru nýskráningarnar 11.659 talsins, samkvæmt upplýsingum frá bílaumboðinu BL.

Sé litið til endurnýjunar landsmanna á nýjum fólks- eða sendibíl fyrstu tíu mánuði ársins voru nýskráningarnar í heild 36,7% færri í ár en á sama tímabili 2018. Hlutdeild BL í markaðnum í október nam 23,5% og27,7% fyrstu 10 mánuðina. Um tveir þriðju nýrra bíla frá BL í október voru nýskráðir einstaklingum og fyrirtækjum án bílaleiga.

Söluhæstu merki BL fyrstu tíu mánuði ársins eru Hyundai með 763 bíla, Nissan með 739 og  Dacia með 637. Fjórða söluhæsta merki BL það sem af er ári er Renault með 433 nýskráningar fyrstu tíu mánuði ársins. Sé litið til heildarfjölda nýskráðra fólks- og sendibíla á tímabilinu hefur BL 24,6% hlutdeild á einstaklingsmarkaði, rúmlega 27% hlutdeild á fyrirtækjamarkaði og 31% hlutdeild á markaði bílaleiga, segir í tilkynningu. 

Bílaleigur endurnýja færri bíla

Í október voru 104 bílar nýskráðir bílaleigum landsins, 14% færri en í sama mánuði 2018. Alls hafa leigurnar fjárfest í 4.675 nýjum bílum það sem af er árinu samanborið við 6.803 fyrstu tíu mánuði fyrra árs og nemur samdrátturinn rúmu 31 prósenti.

Rafbílasala BL í október.
Rafbílasala BL í október.
Nýskráningar nýrra fólks- og sendibíla samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu.
Nýskráningar nýrra fólks- og sendibíla samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu.
Nýskráningar bílaleigubíla (fólks- og sendibílar) samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu.
Nýskráningar bílaleigubíla (fólks- og sendibílar) samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu.
mbl.is