Ferfætlingar máluðu bæinn

Jarmandi kindur og geitur á götum Madrídar.
Jarmandi kindur og geitur á götum Madrídar. AFP

Jarmandi kindur og geitur lögðu undir sig miðborg Madrídar, höfuðborgar Spánar í síðustu viku. Runnu dýrin hærðu mjúklega um götur og meinuðu blikkbeljum með öllu aksturs.

Endaði safnið á torginu við raðhús borgarinnar með útifundi. Taldi það um 2.000 skepnur og tilgangurinn með uppátækinu var að verja aldargömul réttindi hirðingja til grasbeitar og flökkuferða.

Hirðingjar á Spáni hafa stundað búskap sinn um aldir á lendum sem hverfa í  vaxandi mæli undir íbúðarhverfi og samgöngumannvirki vegna útþennslu borga og bæja.

Meðfylgjandi myndir voru teknar af rekstri þessum.

Jarmandi kindur og geitur á götum Madrídar.
Jarmandi kindur og geitur á götum Madrídar. AFP
Jarmandi kindur og geitur á götum Madrídar.
Jarmandi kindur og geitur á götum Madrídar. AFP
Jarmandi kindur og geitur á götum Madrídar.
Jarmandi kindur og geitur á götum Madrídar. AFP
Við komu ferfætlinganna að ráðhúsi Madríd var efnt til kröfufundar.
Við komu ferfætlinganna að ráðhúsi Madríd var efnt til kröfufundar.
mbl.is