Fyrsti veggtengdi Skoda Octavia

Hinn nýi Skoda Octavia í rafhleðslu.
Hinn nýi Skoda Octavia í rafhleðslu.

Skoda frumsýndi í vikunni nýja útgáfu af Octavia en fyrsta módelið með þessu nafni kom á götuna fyrir 60 árum, eða löngu áður en fyrirtækið komst í eigu Volkswagen samsteypunnar árið 1991.

Tæknilega telst nýi bíllinn frumburður fimmtu kynslóðar Octavia, sem er af fjórðu kynslóð bílsins frá 1991. Frá árinu 1959 hafa 6,5 milljónir Octavia komið á götuna.

Þessi nýja útgáfa er sú fyrsta sem boðin er sem tengiltvinnbíll en hann deilir MQB undirvagninum með fjölda annarra bílamódela  VW-samsteypunnar.
 
Hægt er að velja um nokkrar útgáfur aflrásarinnar. Grunnbíllinn verður með 1,0 lítra og þriggja strokka vél með forþjöppu er skilar 108 hestöflum. Ennfremur býðst bíllinn með 1,5 lítra og fjögurra strokka 148 hesta bensínvél, 187 hesta tveggja lítra bensínvél  eða 2ja lítra og fjögurra strokka dísilvélum.

Rafútgáfa Octavia iV verður búin 1,4 lítra bensínvél og rafmótor sem saman skila 201 hestafli  og 350 Nm togi. Að sögn Skoda verður drægi rafbílsins 54 km á rafmagninu einu. Engar upplýsingar liggja fyrir um eldsneytisnotkun.

mbl.is