Hyundai með vörubíl knúinn vetni

Vetnisknúni flutningabíllinn Hyundai Neptune er engin smásmíði.
Vetnisknúni flutningabíllinn Hyundai Neptune er engin smásmíði.

Það eru nýmæli að kóreski bílsmiðurinn Hyundai skuli ætla að sækja inn á markað fyrir stóra flutningabíla í Bandaríkjunum.
 
Vetnisdreki Hyundai, Neptúnus að nafni, birtist á norðuramerísku atvinnubílasýningunni sem fram fór í borginni Atlanta um síðustu mánaðarmót. Fellur hann í þyngsta flokk vöruflutningabíla í Bandaríkjunum.

Hyunday hefur hamrað nokkuð á því sem bílsmiðurinn kallar „FCEV 2030 Vision“ og vísar til innleiðingar vetnisknúinna farartækja fram ti lársins 2030.

Mætti Hyundai til leiks með vetnisknúinn fjölskyldubíl árið 2013 og í fyrra bættist Nexo við en hann er hreinn vetnisbíll.

Engar tæknilegar upplýsingar hafa verið birtar um nýja flutningabílinn.

Vetnisknúni flutningabíllinn Hyundai Neptune er engin smásmíði
Vetnisknúni flutningabíllinn Hyundai Neptune er engin smásmíði
Vetnisknúni flutningabíllinn Hyundai Neptune er engin smásmíði
Vetnisknúni flutningabíllinn Hyundai Neptune er engin smásmíði
mbl.is