Ný stefna Range Rover

Nýr Range Rover Sport.
Nýr Range Rover Sport.

Stefnubreyting er að eiga sér stað hjá Land Rover með nýjum Range Rover Crossover, sem væntanlegur er á götuna 2021. Í honum er íburður og lúxus settur framar utanvegargetu. 

Nýi bíllinn verður boðinn sem rafbíll, tengiltvinnbíll og svonefndur mildur tvinnbíll og mun hvíla á MLA undirvagni. Verður lægra undir bílinn en nokkurn annan sportjeppa bílsmiðsins breska. Þakið og framrúðan eru nokkuð afturhallandi.

Ekkert hefur verið látið uppi um vélræna þætti nýs Range Rover Crossover, en koma má tveimur rafmótorum fyrir á undirvagni hans, einn á hvorum öxli og fá þannig bíl með drif á öllum fjórum hjólum.

Rafhlaðan verður undir 100 kílóvattstundum sem fer í Range Rover rafbílinn. Léttari tómaþyngd Range Rover Crossover gerir það að verkum að drægi þeirra beggja verður svipað, eða kringum 500 km.

Rafvæðingu Land Rover lýkur ekki með þessum bílum. Þegar eru á teikniborðinu áform um að bjóða Evoque sem tengiltvinnbíl. Í aflrásinni verða 1,5 lítra þriggja strokkar Ingenium vél og lítill rafmótor. Sú aflrás verður einnig löguð að nýjum Discovery Sport bílnum. Kemur svo loks röðin að nýrri kynslóð Defender og er reiknað með sömu aflrás í honum og í núverandi Range Rover tengiltvinnbílnum, þar sem saman fara 2ja lítra  fjögurra strokka vél og rafmótor með um 50 km drægi.


 

mbl.is