Aðventuboð Mercedes-Benz

EQC rafbíll Mercedes-Benz.
EQC rafbíll Mercedes-Benz.

Bílaumboðið Askja verður með aðventuboð Mercedes-Benz nk. laugardag 7. desember kl. 12-16.

Hinn breiði floti Mercedes-Benz fólks- og atvinnubíla verður til sýnis í salnum á Krókhálsi 11 sem verður í jólabúningi.

„Ein aðal jólastjarnan í salnum er án efa hinn nýi og athyglisverði sportjeppi EQC sem er hreinn rafbíll frá Mercedes-Benz,“ segir í tilkynningu.

Auk hans verða í sýningarsalnum úrval bíla í tengiltvinnútfærslu og hinir fjölhæfu atvinnubílar Sprinter og Vito.

„Það verður notaleg jólastemning hjá okkur á laugardag og tilvalið að gera góð kaup á Mercedes-Benz gjafavöru í jólapakkann sem býðst með 30% afslætti þennan eina dag,“ segir Arna Rut Hjartardóttir, markaðsfulltrúi hjá Öskju.

mbl.is