Allir hópar hafa dregið úr endurnýjun

Dacia Duster.
Dacia Duster.

Allir meginhópar bílkaupenda hafa dregið úr endurnýjun á árinu, samkvæmt upplýsingum frá bílaumboðinu BL.

Af heildarfjölda fólks- og sendibíla sem nýskráðir hafa verið hér á landi á árinu hafa
einstaklingar fest kaup á um 40% nýskráðra, eða 4.962 bílum. Fyrirtæki (án bílaleiga) eiga um 21% heildarfjöldans og bílaleigurnar 39%.

Allir þessir meginmarkhópar hafa dregið úr endurnýjun bíla sinna á árinu borið saman við sama tímabil í fyrra; einstaklingar um 42,6%, fyrirtæki um 31,1% og bílaleigurnar um 29,8%.

Bílaleigur nýskráðu 4.851 bíl fyrstu ellefu mánuðina, þar af 176 í nóvember. Þrjár tegundir BL
eru á meðal tíu vinsælustu bílanna hjá bílaleigunum það sem af er árinu, Dacia Duster,
Nissan Qashqai og Nissan X-Trail.

Dacia er jafnframt vinsælastur allra bíla á þeim hluta markaðarins með alls 480 nýskráningar það sem af er árinu.

mbl.is