Nissan Navara pallbíll ársins

Nissan Navara er pallbíll ársins hjá 4x4 Magazine.
Nissan Navara er pallbíll ársins hjá 4x4 Magazine.

Breska bílatímaritið 4x4 Magazine hefur kosið pallbílinn Nissan Navara pallbíl ársins 2020. Tímaritið er útbreiddasta blað sinnar tegundar á Bretlandseyjum, en það sérhæfir sig í umsögnum og almennum umfjöllunum um fjórhjóladrifsbíla og pallbíla.

Við verðlaunaathöfnina sagði ritstjóri blaðsins, Alan Kidd, Navara ávallt hafa verið einn besta pallbíllinn á markaðnum og það eigi svo sannarlega við nú í kjölfar síðustu uppfærslna á tækni bílsins sem gerðar voru á þessu ári.

„Ytri ásýnd Navara er að mestu óbreytt frá því sem var en með uppfærðri vél, nýjum og stimamjúkum gírkassa ásamt uppfærðu hemlakerfi, endurbótum á fjörðun og stýringu er Navara nú öflugri á öllum sviðum en nokkru sinni fyrr,“ sagði Kidd er verðlaunin voru afhent.

Nissan Navara er pallbíll ársins hjá 4x4 Magazine.
Nissan Navara er pallbíll ársins hjá 4x4 Magazine.


Hinn nýi Navara, sem er með fimm ára verksmiðjuábyrgð framleiðanda eða ábyrgð á allt að 160 þúsund km akstri, hvort heldur sem kemur á undan, hefur 1.100 kg burðargetu á palli auk þess sem 3,5 tonna dráttargeta bílsins hefur aldrei verið hnitmiðaðri og öruggari en nú vegna aðstoðarkerfisins „Intelligent Trailer Sway Assist technology“.

BL hefur þegar hafið forsölu á nýjum og uppfærðum Navara sem verður síðan kynntur formlega við Sævarhöfðann í febrúar. Meðal nýs þægindabúnaðar í Navara sem vert er að nefna er þjónustusímaappið „NissanConnect Services app“ sem tengist símkerfinu 4G sem gerir kleift að senda gögn yfir netið. Þá er nýjasta útgáfa TomTom kortagrunnsins einnig innbyggð í Navara en það sækir m.a.upplýsingar yfir netið til að veita sem bestar og nákvæmastar upplýsingar á hverjum tíma, m.a. um umferðaraðstæður, veður og fleira með aðstoð Google Satellite og Street View sem samhæft er CarPlay og Android Auto.

Vinsæll á mörkuðunum

Nissan Navara er pallbíll ársins hjá 4x4 Magazine.
Nissan Navara er pallbíll ársins hjá 4x4 Magazine.


Navara kom á markað í árslok 2015 og var bílnum strax tekið afar vel á mörkuðunum, einkum og sér í lagi í löndum Asíu og á Bretlandseyjum, Þýskalandi og Svíðjóð svo helstu markaðslönd Navara í Evrópu sé nefnd. Samkvæmt greiningum Nissan er Navara ákaflega vinsæll meðal kaupenda sem gera kröfu um gott vélarafl, mikil þægindi og framúrskarandi tæknilausnir og eru kröfurnar sameiginlegar með þeim sem kaupa Navara til einkanota eða í atvinnuskyni. Nissan Navara var kjörinn pallbíll ársins í Evrópu 2016 og einnig í einstökum Evrópulöndum, þar á meðal hér á landi, þar sem honum hefur verið afar vel tekið af einstaklingum jafnt sem fyrirtækjum eða opinberum stofnunum.

 https://videos.nissan-cdn.net/nissan/sv-SE/videos/19tdieulhd_Navara_Islande_1080p.mp4

mbl.is

Bloggað um fréttina