Óvenjulegt bílastæði

Bílastæðið óvenjulega í Nantes í Frakklandi.
Bílastæðið óvenjulega í Nantes í Frakklandi.

Óvenjulegum uppátækjum bíleigenda hefur á stundum verið gerð skil á bílavef mbl.is og í raun verið af nógu að taka.
 
Nú bætist í safnið heldur skringileg aðferð til að ná til sín athygli vegfarenda, gesta og gangandi. Var engu líkara en bíll hafi verið hengdur upp á húsvegg til þerris. 

Svo var reyndar ekki, en leikhúsið „Royal de Lux“ í borginni Nantes í Frakklandi lét festa gamlan Fiat 500 hátt uppi á húsvegg til að vekja athygli á sýningum sínum.

Fyrir framan hann var komið fyrir stöðumæli en í leiðinni var ætlunin að vekja almenning til vitundar um krónískan vanda  innri svæða borga og bæja, nefnilega skort á bílastæðum.

Víst náði leikfélagið takmarki sínu því uppátækið komst á síður blaða og útvarps- og sjónvarpsstöðva.

Bílastæðið óvenjulega í Nantes í Frakklandi.
Bílastæðið óvenjulega í Nantes í Frakklandi.
mbl.is

Bloggað um fréttina