Litríkur orkusparnaður

Rauðlogandi stemningsljós kalla fram hughrif hlýinda hjá farþegum.
Rauðlogandi stemningsljós kalla fram hughrif hlýinda hjá farþegum.

Bandaríski bílsmiðurinn Ford vísar til rannsókna Þjóðartilraunastofu endurnýjanlegrar orku (NREL) sem leiddu í ljós að notkun loftræstibúnaðar hreins rafbíls gæti stytt drægi hans um helming.

Að þetta eigi einkum og sér í lagi við um rafbíla þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja liggur í augum uppi, segir Ford. Þarf mikla orku til að halda viðunandi hitastigi í bílnum fyrir ökumann og farþega.

Við því hafa bílaframleiðendur brugðist við með því að leita nýrra leiða til að fólki líði vel í rafbílum með slökkt á loftræstingunni. Þar kemur til sögunnar lýsing í mismunandi lit en hún getur haft mismunandi geðhrif á þá er umvafðir eru henni.

„Rautt stemningsljós í strætisvagni gerir að verkum að farþegum finnst hlýtt, meðan blátt ljós virkar kælandi,“ segir Lioba Müller, ljóstækniverkfræðingur hjá Ford í Evrópu.

Sparaði straum

Þetta var leitt í ljós við þróun nýju 10 sæta hugmyndasmárútunnar Transit Smart Energy Concept í „veðurtilraunastofu“ í umhverfisþróunarsetri Ford í Köln í Þýskalandi.

Rútan var þannig útbúin að frá ökumannssætinu mátti fylgjast með hitastiginu í hverju sæti fyrir sig. Þar þurftu farþegarnir að þola annars vegar dag með innihita við frostmark og síðar hlýjan sumardag með 30°C hita inni í farþegarýminu.

Í bæði skipti voru farþegarnir spurðir hvort of hlýtt væri í bílnum eða of kalt. Í báðum tilfellum leiddi misjöfn stemningslýsing inni í farþegarýminu til minni rafstraumsnotkunar, eða um 3,3% til kælingar og 2,5% til upphitunar, að sögn Ford. Með öðrum orðum skjálfum við ekki eins mikið í köldum bíl logi rauð ljós í honum. Og sömuleiðis ættum við að svitna minna er sumarhiti herjar á bílinn með blá ljós logandi.

Við þróun Transit-smárútunnar er verið að rannsaka nýjar leiðir til skilvirkrar orkunotkunar og aukins drægis. Meðal annars með notkun sólrafhlaða á þakinu sem hlaða 12 volta geymi sem nýtist miðstöðinni, ljósabúnaði bílsins og öðrum rafkerfum. Til að mynda þráðlausri rafhleðslu fyrir farsíma.

Loks eru kannaðir möguleikar hitadælu sem nýtir umframvarma frá aflrásinni, utan við bílinn og í innra rýminu, til að lækka orkuþörf til upphitunar um allt að 65% og til að auka drægi bílsins um 20%, að sögn Ford.

agas@mbl.is

Þróunarsmárútan Transit Smart Energy Concept.
Þróunarsmárútan Transit Smart Energy Concept.
Rauðlogandi stemningsljós kalla fram hughrif hlýinda hjá farþegum.
Rauðlogandi stemningsljós kalla fram hughrif hlýinda hjá farþegum.
Þróunarsmárútan Transit Smart Energy Concept.
Þróunarsmárútan Transit Smart Energy Concept.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina