Aukin vandamál hjá Aston Martin

Hinn væntanlegi Aston Martin DBX.
Hinn væntanlegi Aston Martin DBX.

Aston Martin á ekki sjö dagana sæla og hefur fyrirtækið nú sent frá sér enn eina afkomuviðvörunina.

Ástæðan er sögð fyrst og fremst dræm sala nýsmíðaðra bíla; verri en áætlanir fyrirtækisins höfðu gert ráð fyrir í nóvember og desember.
Horfurnar eru eitthvað bjartari nú því pantanir í nýja borgarjeppann DBX standa nú í 1.800 eintökum.

Við afkomuvðvörunina hrundu hlutabréf Aston Martin um 10% í 4,70 sterlingspund hluturinn. Þegar fyrirtækið var skráð á hlutabréfamarkaði fyrir 15 mánuðum var gengið 19 pund.
 
Til að styrkja stöðu sína réðist Aston Martin í 150 milljóna evra hlutafjáraukningu fyrr á árin.  

Hinn væntanlegi Aston Martin DBX.
Hinn væntanlegi Aston Martin DBX.
mbl.is