Aukning í desember

Renault atvinnubílar.
Renault atvinnubílar.

Alls voru 699 fólks- og sendibílar nýskráðir hér á landi í nýliðnum desember, rúmu 21% fleiri en í desember 2018.

Af heildarfjölda mánaðarins voru 119 af tegundum sem BL hefur umboð fyrir og nam markaðshlutdeild fyrirtækisins 17% í þessum síðasta mánuði ársins.

Subaru, Renault og BMW voru söluhæstu merki BL í desember með alls 77 nýskráningar, þar sem Subaru var með flestar nýskráningar á bílaleigumarkaði og BMW á markaði einstaklinga og fyrirtækja.

„Á árinu í heild var 13.091 fólks- og sendibíll nýskráður, þar af 3.567 frá BL þar sem Nissan, Hyundai, Dacia og Renault voru söluhæstir hjá fyrirtækinu með rúmlega 2.800 nýskráningar.  BL var með 27,2% hlutdeild á markaðnum í heild á liðnu ári sem skilaði fyrirtækinu í senn mestri hlutdeild á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði, eða 24,8%, og á bílaleigumarkaði þar sem hlutdeildin var 31,1%. Hlutdeild BL á sendibílamarkaði var um 35,2% á árinu og var Renault með flestar nýskráningar hjá BL,“ segir í tlkynningu.

Nýskráningar nýrra fólks- og sendibíla eftir bifreiðaumboðum.
Nýskráningar nýrra fólks- og sendibíla eftir bifreiðaumboðum.
mbl.is