Rolls yfir 5000 bíla mörkin

Rolls-Royce Cullinan.
Rolls-Royce Cullinan.

Í fyrsta sinn í sögu sinni hefur breski lúxusbílaframleiðandinn Rolls-Royce selt yfir fimm þúsund bíla á einu ári.

Uppgjör ársins 2019 leiddi í ljós 5.152 bíla sölu sem var rúmlega 25% aukning frá árinu áður.

Stærsti markaður Rolls-Royce í Norður-Ameríku en þar hefur eftirspurn eftir Cullinan módelinu verið einkar öflug.

Síðustu Ghost-eintökin voru smíðuð á nýliðnu ári og er arftaka þess módels að vænta á síðasta fjórðungi ársins 2020. 

Af hálfu Rolls-Royce er gengið út frá því að vöxturinn í sölunni verði mun minni í ár.

mbl.is