227 milljóna sportbíll seldur án framrúðu

McLaren Elva.
McLaren Elva.

Breski ofursportbílasmiðurinn McLaren hefur kynnt nýjan hraðafák til leiks. Er þar um að ræða 227 milljóna grip sem á vantar framrúðu.

Bíllinn hefur fengið rammíslenska konunafnið Elva og verður búinn 815 hestafla vél. Talið er að hámarkshraði bílsins verði eitthvað yfir 320 km/klst.

Sérhver McLaren-bíll er mikilfenglegur að hraða og getu, úrvalssmíði sem ekki fæst fyrir lítið fé. Síðan er þar smíðaður svonefndur „æðsti flokkur“; bílar sem enn meira er lagt í og rutt hafa múra.

Nýjasti bíllinn í þessum flokki er Elva, topplaus og tveggja sæta ofurbíll með vélina í miðjum bíl. Fer hann í sölu seint á þessu ári. Verður hann þá í góðum félagsskap úrvals-sportbílanna McLaren Senna og Speedtail.

Afar óvenjulegt er svonefnt „virkt loftstýrikerfi“ Elvu sem brúkar sérhönnuð loftop til að streyma lofti yfir bílinn á þann veg að ökumaður og farþegi eru varðir gegn höfuðskepnunum. Virkar þessi búnaður á hraðabilinu 50 til 110 km/klst. Af hálfu McLaren er því haldið fram að kerfið komi í veg fyrir að ferðalangar fái flugur framan í sig á ferð. Til öryggis geta þeir alltaf brúkað hjálm, já eða krossað við reitinn framrúða þegar eintak af Elvu er pantað.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »