Sauðalitirnir einkennandi í Bretlandi

Gráir bílar heilla.
Gráir bílar heilla.

Litagleði fyrirfinnst ekki á breskum vegum ef marka má liti bíla sem þar komu nýir á götuna í fyrra. Voru þrír af hverjum fimm í sauðalitunum; gráu, hvítu og svörtu.

Efstur á lista er grái liturinn en þann lit völdu 23% ökumanna á bíla sína árið 2019, að sögn breska bílgreinasambandsins (SMMT). Árið áður var grái liturinn einnig algengastur en það var í fyrsta sinn sem hann kom út á toppnum.

Samantektin sýnir að svarti liturinn var næstalgengastur, eða á 20% bíla, og hvíti liturinn í þriðja sæti, á 18% bíla.

Bláir bílar urðu í fjórða sæti með 17% hlutdeild og rauður í fimmta sæti, eða á tíunda hverjum bíl.

Eini nýi liturinn á lista yfir þá tíu algengustu er sá guli sem ruddi ljósbrúnum úr tíunda sætinu. Silfurlitur varð í sjötta sæti, appelsínugulur í sjöunda, grænn í áttunda og bronslitur í níunda sæti.

Óvinsælustu bílalitirnir í fyrra voru dumbrauður, rjómagulur og bleikur. Hlutdeild þeirra í heildinni var innan við eitt prósent. Sá litur sem jókst mest í fyrra frá 2018 var turkíslitur, eða 29,3%.

Ekki er hægt að yfirfæra heildarlitavalið á einstök lönd breska konungdæmisins. Þannig völdu bæði Skotar og íbúar Ermarsundseyjanna hvíta litinn númer eitt. Þá réðst valið nokkuð eftir bílagerðum. Svarti liturinn var til að mynda algengastur á forstjórabílum og lúxusbílum. Kaupendur smábíla og bíla sem losuðu enga mengun í útblæstri höfðu tilhneigingu til að kaupa hvíta bíla. agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »