Jafnrétti á umferðarskiltum

Dæmi um nokkur hinna nýju skilta í Genf.
Dæmi um nokkur hinna nýju skilta í Genf.

Genfarborg í Sviss hefur ákveðið að fara sínar eigin leiðir hvað varðar umferðarskilti meðfram vegum og víkja alþjóðlega viðurkenndum leiðbeiningar- og bannskiltum þegar svo ber undir.

Allt er þetta gert í þágu jafnréttis kynjanna, en skiltum með mynd af karlmanni á verður skipt út fyrir skilti með konu á. Þau hafa ekki verið framleidd til þessa en breyting verður þar á með ákvörðun borgaryfirvalda í Genf.

Verða 250 „kvennaskilti“ sett upp næstu daga, en þau eru í samtals sex útfærslum. Tvær nýjar útgáfur af gangbrautarskiltum liggja nú fyrir, ein af dansandi ungri stúlku með stert og hin með mynd af miðaldra konu að ganga yfir veg á gangbraut.

Samhliða þessu er nú unnið að því á borgarkontórnum að breyta götuheitum á þann veg að þau verði ögn kvenlegri en áður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »