Avatar var hönnuðum Mercedes innblástur

AVTR er framúrstefnulegur í meira lagi.
AVTR er framúrstefnulegur í meira lagi.

Á neytendarafeindatækjasýningunni CES sem nýlokið er í Las Vegas í Nevadaríki Bandaríkjanna tróð Mercedes-Benz upp með allverulega framúrstefnulegan bíl, sem vakti mikla athygli.

Hönnuðir Mercedes skópu farartæki þetta í samstarfi við James Cameron, leikstjóra kvikmyndarinnar Avatar, og til að hnykkja á því samstarfi var bíllinn nefndur AVTR, sem auk þess stendur fyrir „háþróuð umsköpun farartækis“.

Aðstandendur segja AVTR tákngera „tengslin milli manns, vélar og náttúrunnar“. Í honum er að finna allan þá nýju bíltækni sem Mercedes er að þróa; gervigreind, sjálfakstur og rafdrifna aflrás. Varðandi síðasta þáttinn þá er gefið upp að rafmótorinn verði 475 hestafla og akstursdrægi bílsins þar með um 700 kílómetrar á fullri rafhleðslu.

agas@mbl.is

ATVR táknar „háþróað umsköpun farartækis“
ATVR táknar „háþróað umsköpun farartækis“
ATVR táknar „háþróað umsköpun farartækis“.
ATVR táknar „háþróað umsköpun farartækis“.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: