Seðlapressa í Maranello

Ferrari F8 Tributo
Ferrari F8 Tributo

Verulegur völlur var á Ferrari á nýliðnu ári og umsvifin það mikil að talað er um að segja megi að bækistöðvarnar í Maranello séu eins og seðlaprentsmiðja, svo mikill gróði rakist að ítalska sportbílasmiðnum.

Eitthvað er enn í að uppgjör ársins 2019 liggi fyrir og verði birt, en opinberlega hafa forsprakkar Ferrari sagst búast við því að rekstrarafgangurinn verði 34%. Í það stefndi við uppgjör þriðja ársfjórðungs.

Umsetningin og þénusta fyrstu níu mánuðina var umfram spár. Nam veltan 3,7 milljörðum evra, jafnvirði um 510 milljarða íslenskra króna.

Salan jókst álíka mikið eða 8% hjá bæði bílum með V8- og V12-vél. Hlutabréf í Ferrari höfðu hækkað um 7,4% á árinu.

agas@mbl.is

Ferrari F8 Tributo
Ferrari F8 Tributo
Ferrari F8 Tributo
Ferrari F8 Tributo
Ferrari F8 Tributo
Ferrari F8 Tributo
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: