Álið í staðinn fyrir stálið

Nær á myndinni er bíll með CS-Generation undirvagninum og fjær …
Nær á myndinni er bíll með CS-Generation undirvagninum og fjær má sjá Morgan með stálundirvagni.

Breski sportbílasmiðurinn Morgan hefur ákveðið að stíga það skref að brúka ál í undirvagn og burðarvirki bíla sinna í stað stáls.

Verður stálundirvagninn kvaddur fyrir fullt og allt árið 2020, og tekur CX-Generation álramminn þá við. Kemur fyrsti bíllinn byggður upp af honum, Morgan Plus Six, á götuna á árinu.

Undirvagn Morgans hefur verið meira og minna óbreyttur að uppbyggingu frá árinu 1936. Á honum sitja bílar eins og Morgan 4/4, Plus 4 og V6 Roadster.

Hinn splunkunýi undirvagn CX-Generation er á síðustu stigum þróunar áður en hann leysir stálbotninn hefðbundna af hólmi.

Morgan mun bjóða m.a. upp á sjálfskiptingu í nýja undirvagninum og vélar þeirra verða smærri í sniðum, en Plus Six-bíllinn er t.a.m. með þriggja lítra sex strokka raðhreyfil.

Á bílasýningunni í Genf í mars sl. kynnti bílsmiðurinn Morgan Plus Six með álundirvagni. Hlaut bíllinn góðar viðtökur bæði hjá fjölmiðlum og bílkaupendum og er það að stórum hluta rakið til undirvagnsins.

Morgan segir CX-Generation tvöfalt stífari en fyrri álundirvagn sem fyrirtækið hefur byggt, Aero 8 og annarrar kynslóðar Plus 8-módelin. Mikið var lagt upp úr því að létta rammann með þeim árangri að hann vegur aðeins 97 kíló. Er tómaþyngd Plus Six-bílsins því komin niður í 1.075 kíló. agas@mbl.is

Morgan ætlar einvörðungu að brúka ál í undirvögnum bíla sinna, …
Morgan ætlar einvörðungu að brúka ál í undirvögnum bíla sinna, í stað stáls.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »