Frumsýna tengiltvinnbílinn BMW X3 30e

Í tengiltvinn-útfærslu má aka X3 sportjeppanum allt að 50 km …
Í tengiltvinn-útfærslu má aka X3 sportjeppanum allt að 50 km á hleðslunni einni saman.

BL kynnir á laugardag nýjan BMW X3 30e tengiltvinnbíl. X3-línan er ein sú söluhæsta hjá BMW og hafa yfir 1,5 milljónir eintaka selst síðan þessi snotri sportjeppi kom á markað 2003.

BMW X3 30e Plug-In Hybrid þykir rúmgóður sportjeppi með 450-1.500 lítra farangursrými og tveggja tonna dráttargetu. Hann er búinn ríkulegum staðalbúnaði á sviði öryggis og þæginda eins og verður nýr BMW X3 30e með tengiltvinnvél fáanlegur í þremur útbúnaðarútfærslum og kostar grunngerðin tæpar 7,2 milljónir króna.

BMW X3 30e tengiltvinnbíllinn er búinn tveggja lítra 184 hestafla bensínvél og 108 hestafla rafmótor sem skila saman 292 hestöflum. Má aka honum allt að 50 km án CO2 losunar.

Hröðun úr kyrrstöðu í 100 km/klst er 6,1 sek, meðaleyðslan er 2,1 l/100 km og CO2 losun 49 g.

Kynningin hefst kl. 12 á laugardag og lýkur kl. 16, í sýningarsal BL á Sævarhöfða 2.

Að innan er frágangur vandaður og X3 ríkulega búinn búnaði …
Að innan er frágangur vandaður og X3 ríkulega búinn búnaði sem eykur öryggi og þægindi.
mbl.is