Nýr Kia Sorento frumsýndur í Genf

Hinn nýi Kia Sorento verður frumsýndur í Genf.
Hinn nýi Kia Sorento verður frumsýndur í Genf.

Ný kynslóð Kia Sorento verður frumsýnd á alþjóðlegu bílasýningunni í Genf í byrjun mars.

Kia Sorento er flaggskip sportjeppa suður-kóreska bílaframleiðandans og hefur verið vinsæll hér á landi sem og víða erlendis undanfarin ár. Þetta er fjórða kynslóð þessa stóra sportjeppa og hjá bílaumboðinu Öskju er beðið eftir henni með mikilli eftirvæntingu.

Nýr Sorento er mjög mikið breyttur í hönnun miðað við forverann eins og sjá má á fyrstu myndum af nýja jeppanum. Kia Sorento kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2002 og hefur selst í meira en þremur milljón eintaka á heimsvísu.

Sorento kemur nú með nýjum undirvagni sem mun bæta enn frekar aksturseiginleika bílsins. Þá verður nýja kynslóð sportjeppans í boði með tvinntækni sem hefur þegar verið kynnt í þremur af bílgerðum Kia; XCeed, Niro og Optima.

Sorento verður einnig búinn nýjasta tæknibúnaði m.a. með háþróuðum aksturs- og öryggiskerfum sem og fyrir afþreyingu. Sorento er stærsti bíll Kia og býður upp á mjög mikið pláss fyrir farþega og farangur. Bíllinn er búinn fjórhjóladrifi.

mbl.is