Kia XCeed vinnur til hönnunarverðlauna

Kia XCeed var nýlega reynsluekið í og við Marseille í …
Kia XCeed var nýlega reynsluekið í og við Marseille í Frakklandi. mbl.is/Ágúst Ásgeirsson

Hinn nýi Kia XCeed vann á dögunum til svonefndra iF hönnunarverðlauna. Bíllinn kom á markað sl. sumar og hefur fengið mjög góðar viðtökur.

„XCeed er borgarjepplingur eða svokallaður crossover þykir afar vel heppnaður í hönnun eins og verðlaunin sýna og sanna. Bíllinn er hannaður í hönnunarmiðstöð Kia í Frankfurt í Þýskalandi undir handleiðslu Gregory Guillaume, aðstoðarforstjóra hönnunardeildar Kia Motors í Evrópu,“ að því er segir í tilkynningu.

Kia hefur unnið til alls 20 iF hönnnunarverðlauna fyrir bíla sína frá 2010 og allir meðlimir Ceed fjölskyldunnar hafa nú unnið til verðlaunanna þ.e. Ceed, ProCeed, Ceed Sportswagon og nú XCeed sem er væntanlegur til Öskju í tengiltvinnútfærslu ()PHEV í maí.

Sá bíll er bæði með rafmótor og bensínvé. Drægi hans á rafmagni er 58 km og uppgefin eyðsla miðað við 100 km akstur aðeins 1,4 lítrar.

Hægt er að forpanta XCeed í tengiltvinnútfærslu hjá bílaumboðinu Öskju sem er umboðasaðili Kia á Íslandi.

mbl.is