Mazda að koma með rafbílinn MX-30

Rafbíllinn Mazda MX-30.
Rafbíllinn Mazda MX-30.

Mazda er að koma með rafbílinn MX-30 á markað en að sögn japanska bílsmiðsins vakti það eitt fyrir hönnunar- og þróunarsveit hans að skapa bíl sem yrði nokkurs konar félagi eigandans.

Sem slíkur vill hann að honum verði ekið daglega. Og með hverjum nýjum kaupanda undir stýri muni dálæti þeirra í garð bílsins vaxa.

Í kynningu segir að vandað og vistvænt innanrýmið höfði til huga og tilfinninga ferðalanga.  Hafi efnisval haft það að markmiði að þróa  og brúka ný og sjálfbær efni til að sérstakt andrúmsloft hlýju.

Þannig eru í klæðningu hurða trefjótt efni unnið úr plastflöskum og korkur sem sóttur er í tré án þess að fella þurfi þau.

Í fyrsta sinn í Mözdu er stjórnborð miðstöðvar- og loftræstingar að finna á sjö tommu snertiskjá á mælaborði.  

Mazda hefur það sem markmið að fólki líði vel í rafbílnum MX-30 og akstursánægja verði ríkjandi. Svo það hlakki til þess að stíga um borð í hvert sinn.

Búist er við að Mazda frumsýni bílinnn á bílasýningunni í Genf í næsta mánuði og að hann komi á götuna seint á árinu. Hermt er að rafmótorinn sé 35,5 kílóvattstunda, togið 265 Newtonmetrar og rafhlaðan 105 kílóvött. Miðað við er drægið á þriðja hundrað kílómetra.

Rafbíllinn Mazda MX-30.
Rafbíllinn Mazda MX-30.
Rafbíllinn Mazda MX-30.
Rafbíllinn Mazda MX-30.
mbl.is