Rafbílasalan jókst

Rafbíllinn Peugeot 2008-e.
Rafbíllinn Peugeot 2008-e.

Alls voru 134.000 bílar nýskráðir í Frakklandi í janúarmánuði. Er það 13.000 bíla samdráttur miðað við janúar í fyrra og  77.000 færri bílar en í desember sl.

Um áramótin hækkuðu skattar og gjöld á bíla sem losa mikið gróðurhúsaloft. Á mesta syndaselnum hækkaði mengunargjaldið úr 10.500 evrum í 20.000 evrur, eða langleiðina í þrjár milljónir króna.

Rafbílaframleiðendur hafa notið góðs af breytingunum og var skerfur rafbíla í janúarsölunni 8,2%. Fyrir ári var hlutur rafbíla aðeins 1,8 %.

Rafbíllinn Peugeot 2008-e.
Rafbíllinn Peugeot 2008-e.
mbl.is