Stefnir í harðan slag á rafmagnspallbílamarkaði

Rivian fer senn í sölu og hafa fjárfestar dælt stjarnfræðilegum …
Rivian fer senn í sölu og hafa fjárfestar dælt stjarnfræðilegum upphæðum í verkefnið.

Tesla tókst að hleypa öllu í háaloft í nóvember síðastliðnum þegar hulunni var svipt af framúrstefnulegum nýjum rafmagnspallbíl, Cybertruck.

Óvenjulegt útlit bílsins, og vandræðleg uppákoma á heimsfrumsýningunni, varð til þess að netið logaði og birtust myndir af þessu frumlega farartæki í fréttamiðlum um allan heim.

En rafbílafyrirtæki Elons Musks er ekki eitt um að hyggjast setja á markað rafmagnaðan pallbíl. Samkvæmt nýlegri úttekt CNN er von á fjölda áhugaverðra rafmagnspallbíla á næstu misserum og árum. Ef marka má yfirlýsingar framleiðenda gætu þessi ökutæki verið á margan hátt fremri hefðbundnum dísel- og bensínpallbílum.

Meðal þeirra sem eru með pallbíl á leiðinni er GMC sem leggur núna lokahönd á rafmagnaðan Hummer-pallbíl með nærri 15.600 Nm toggetu. Er það hér um bil tífalt meiri togkraftur en stærstu dísel-pallbílar GM geta framkallað. Er reiknað með að raf-Hummerinn fari í sölu árið 2022.

Þá bíða margir spenntir eftir Rivian R1T-pallbílnum. Rivian er nýliði á markaðinum og mun byrja á að selja voldugan pallbíl annars vegar, og stóran sportjeppa hins vegar. Hafa bæði Amazon og Ford lagt því verkefni lið og skortir Rivian aldeilis ekki fjármagnið til að gera bílinn að veruleika. Á sala að hefjast síðar á þessu ári og eru ökutæki Rivian gerð til að bæði ráða við akstur utan vega og duga í nærri 650 km akstur á einni hleðslu. Er áætlað að Rivian-bílarnir kosti um og yfir 70.000 dali fyrir skatt.

Annað sprotafyrirtæki, Bollinger, hefur frá árinu 2014 þróað kassalaga rafmagnspallbílinn B2. Útlitið minnir sumpart á G-Class Mercedes-Benz eða eldri gerðir Land Rover Defender og mun verðmiðinn vera um 125.000 dalir. Reiknað er með að fyrstu B2-pallbílarnir verði seldir á komandi ári.

Annað bandarískt fyrirtæki, Lordstown Motors, hyggst setja pallbílinn Lordstown Endurance á markað síðar á þessu ári og selja á 52.000 dali. Þá er Nikola Motor Company, ungt bílafyrirtæki í Arizona, að smíða pallbílinn Badger sem knúinn er áfram af vetnis-efnarafal og rafhlöðum sem samanlagt eiga að veita rúmlega 960 km drægi. Ætlar Nikola að setja upp vetnisstöðvar hér og þar um Bandaríkin og hefur bjórframleiðandinn Anheuser-Busch þegar pantað 800 stykki af Badger. ai@mbl.is

Nikola Badger er forvitnilegur vetnis-tvinnbíll og ekki úr hófi framúrstefnulegur …
Nikola Badger er forvitnilegur vetnis-tvinnbíll og ekki úr hófi framúrstefnulegur í útliti.
B2 stefnir í að vera í sérflokki bæði hvað útlit …
B2 stefnir í að vera í sérflokki bæði hvað útlit og verð snertir.
Bollinger B2 stefnir í að vera í sérflokki bæði hvað …
Bollinger B2 stefnir í að vera í sérflokki bæði hvað útlit og verð snertir.
Nokkur hundruð þúsund eintök af Cybertruck frá Tesla hafa þegar …
Nokkur hundruð þúsund eintök af Cybertruck frá Tesla hafa þegar verið pöntuð. Engum öðrum pallbíl líkur.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »