Mercedes-Benz hannar hraðbát og AMG G 63 í stíl

Má vart á milli sjá hvor er fegurri, AMG-báturinn eða …
Má vart á milli sjá hvor er fegurri, AMG-báturinn eða AMG-bíllinn.

Það er við hæfi að Mercedes-AMG skyldi velja Miami til að svipta hulunni af nýjum ofurhraðbát, Tirrana 59 AMG Edition.

Þeir sem muna eftir Miami Vice-þáttunum, með Don Johnson í aðalhlutverki, vita jú að í þessari sólríku borg suður á Flórída þykir ómissandi að eiga langan og hraðskreiðan skemmtibát til að leika sér á í góða veðrinu.

Báturinn varð til í samstarfi við hraðbátaverksmiðjuna Cigarette Racing, en um er að ræða langa og mjóa báta sem í daglegu tali eru kendir við sígarettur. Er ekki um neina smásmíði að ræða því báturinn er um 18 metrar á lengd, og sá tólfti sem smíðaður er hjá Cigarette í samráði við Mercedes-Benz.

Krafturinn kemur frá sex utanborðsmótorum sem hver um sig er 450 hestöfl og því samtals 2.700 hestöfl sem skipstjórinn hefur úr að moða. Á fullu stími á hámarkshraðinn að vera nærri 130 km/klst., sem þýðir að að því gefnu að sjólag leyfi má skjótast til Bahama-eyja eða Kúbu á augabragði. Þurfi skipverjar að hvíla sig á miðri leið þá er svefnherbergi neðan þilja með rúm í king-stærð, baðherbergi og eldhús.

Samhliða nýja bátnum lítur dagsins ljós Mercedes-AMG 63 Cigarette Edition-jeppi og hefur útlit hans verið hannað þannig að smellpassi við hraðbátinn. Eru sömu litir notaðir á ytra byrði og innréttingu auk þess að bæði bíll og bátur eru skreytt með gylltri rönd á hliðunum. ai@mbl.is

Það má gera margt skemmtilegt með 2.700 hestöfl úr að …
Það má gera margt skemmtilegt með 2.700 hestöfl úr að moða.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »