Bílasýningunni í Genf aflýst

Frá bilasýningunni í Genf.
Frá bilasýningunni í Genf.

Bílasýningunni sem hefjast átti í lok næstu viku í Genf í Sviss hefur verið aflýst vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Þessi ráðstöfun kom af sjálfu sér þar sem yfirvöld í Sviss bönnuðu allar samkomur í landinu þar sem vænta mátti meira en eittþúsund gesta í þeim tilgangi að sporna við útbreiðslu veirunnar.

Genfarsýningin hefur verið ein af helsu bílasýningum heims ár hvert og þar hefur margur bíllinn verið sýndur í fyrsta sinn.

mbl.is