Myndum lekið á netið fyrir frumsýningu

Þróunarbíllinn BMW Concept i4.
Þróunarbíllinn BMW Concept i4.

BMW varð fyrir því að myndum af nýjum Concept i4 þróunarbíl var lekið á netið nokkrum stundum fyrir formlega frumsýningu bílsins í dag.

Honum er stefnt inn á markað í stærðargeiranum D en þar eru ræður Tesla ríkjum með bílinn Model 3. Er Concept i4 ætlað að keppa um hylli við hann frá og með 2021.

Myndirnar sýna BMW bílinn frá nánast öllum sjónarhornum innan sem utan, en nokkrar þeirra fylgja þessari frétt. Fólksrýmið virðist öllu framúrstefnulegra en utanverður bíllinn og gæti jafnvel verið stutt frá því að vera komið á framleiðslustig.

Áréttað er að i4 verður annar rafbíllinn úr smiðjum BMW en undanfari hans er iX3 sem væntanlegur er á götuna í ár.  BMW hefur sagt að takmarkið sé að i4 verði með drægi upp á um 600 km á fullri rafhleðslu en rafmótorarnir skila 530 hestöflum.

Með Concept i4 vill BMW jafnframt gefa til  kynna, að rafbílar geti verið af sömu gæðum og bílar með brunavél og einnig boðið upp á þá ósviknu  akstursánægju sem bílsmiðurinn er þekktur fyrir.

Framúrstefnulegt fólksrými BMW Concept i4.
Framúrstefnulegt fólksrými BMW Concept i4.
Þróunarbíllinn BMW Concept i4.
Þróunarbíllinn BMW Concept i4.
Framúrstefnulegt fólksrými BMW Concept i4.
Framúrstefnulegt fólksrými BMW Concept i4.
Þróunarbíllinn BMW Concept i4.
Þróunarbíllinn BMW Concept i4.
Þróunarbíllinn BMW Concept i4.
Þróunarbíllinn BMW Concept i4.
Þróunarbíllinn BMW Concept i4.
Þróunarbíllinn BMW Concept i4.
Þróunarbíllinn BMW Concept i4.
Þróunarbíllinn BMW Concept i4.
mbl.is