RAV4 vinsælasti sportjeppinn

Hönnun hins nýja RAV4 er kraftmeiri og meitlaðri en á …
Hönnun hins nýja RAV4 er kraftmeiri og meitlaðri en á forveranum. Rétt eins og höggmyndasmiður hafi farið höndum sínum um hann. Ljósmynd/Ágúst Ásgeirsson

Sportjeppageirinn stóð nánast í stað árið 2019 samanborið við 2018. Jókst salan um aðeins 0,1% í heild. Sem löngum var Toyota RAV4 vinsælasti sportjeppinn en sala hans óx um heil 13,9%.

RAV4 seldist í samtals 947.919 2019 en hann er fyrsti sportjeppinn til að vera seldur á öllum mörkuðum heims. Hann kom á fyrst götuna í Evrópu og Japan árið 1994. Núverandi kynslóð bílsins er sú fimmta.

Í öðru sæti varð Honda CR-V sem bætti sig um 10,8% og seldist í 811.209 eintökum. Skaust bíllinn upp úr þriðja sæti 2018 í annað sætið í fyrra, á kostnað Volkswagen Tiguan. Honda CR-V hefur verið á markaði frá 1995.

Tiguan varð í þriðja sæti með 736.885 eintök sem er 8,2% samdráttur. Bíll þessi hefur verið á markaði frá 2007 en náði þó ekki útbreiðslu um heim allan fyrr en 2016.Í sætum fjögur til tíu í sportjeppaflokki urðu:4. Hyundai Tucson, 530.169 eintök, sem er 7,1% samdráttur.
5. Nissan Qashqai, 498.915 eintök, sem er 3,3% samdráttur
6. Kia Sportage, 477.961 eintök, sem er samdráttur um 3,3%
7. Chevrolet Equinox 430.714 eintök, sem er 2,3% samdráttur
8. Mazda CX-5, 426.767 eintök, sem er 6,1% samdráttur
9. Haval H6, 392.605 eintök, sem er -13,9% samdráttur
10. Nissan Rogue, 389.582 eintök, sem er um (-14,5%)
 

Toyota RAV4 telst ekki til stórra jeppa þar sem sætin …
Toyota RAV4 telst ekki til stórra jeppa þar sem sætin eru einungis fimm mbl.is/Ágúst Ásgeirsson
Trjóna RAV4 er gjörbreytt og grípandi. Minnir óþyrmilega á dansgrímu …
Trjóna RAV4 er gjörbreytt og grípandi. Minnir óþyrmilega á dansgrímu japansks Kabuki þjóðdansara. mbl.is/Ágúst Ásgeirsson
Rúmgott er í aftursætum RAV4 svo sem ráða má af …
Rúmgott er í aftursætum RAV4 svo sem ráða má af því að maðurinn á myndinni er 1,93 metrar á hæð. Ljósmynd/Ágúst Ásgeirsson
mbl.is