Lækkar verð á rafbílnum Ampera-e

Opel styður við íslenska rafbílavæðingu með veglegum afslætti á Ampera-e.
Opel styður við íslenska rafbílavæðingu með veglegum afslætti á Ampera-e.

Bílaframleiðandinn Opel mun hafa ákveðið að leggja íslensku rafbílavæðingunni lið og gera Bílabúð Benna, umboðsaðila sínum á Íslandi, kleift að lækka verð á hinum hreina rafbíl Ampera-e.

„Opel Ampera-e er rúmgóður fjölskyldubíll sem hlaðinn er tækni- og staðalbúnaði. Bíllinn er 200 hestöfl, búinn 60 kw rafgeymi og með 423 km drægi.

„Þetta er kærkomið innlegg frá Opel og kemur á góðum tíma núna þegar Íslendingar eru í auknum mæli að hugsa um rafbíl sem sinn næsta kost,“ segir Svavar Grétarsson hjá Bílabúð Benna í tilkynningu.

„Við höfum fengið góð viðbrögð við þessum afslætti, enda er um að ræða allt að 600 þúsund króna verðlækkun á þessum öfluga rafbíl, sem nú kostar frá 4.590 þús. kr. hjá okkur.“ segir Svavar.

mbl.is