Rafbílasalan þrefaldaðist í febrúar

Rafbílasala tók risakipp.
Rafbílasala tók risakipp.

Nýskráningar rafbíla tóku mikinn kipp í febrúarmánuði í Bretlandi þar sem hún rúmlega þrefaldaðist frá árinu áður.

Alls keyptu breskir neytendur 2.508 hreina rafbíla í nýliðnum febrúar sem er 243,1% aukning frá í febrúar 2019, er þeir voru aðeins 731.

Einnig hefur sala annars konar rafbíla aukist verulega, ekki síst tengiltvinnbíla (PHEV). Seldust 2.058 slíkir samanborið við 1.373 fyrir ári.

Nýskráninar hefðbundinna tvinnbíla jókst um 71,9% í 4.154 eintök í febrúar. Svonefndir „mildir“ dísiltvinnbílar fjölgaði um heil 467,6% en 1.890 slíkir voru seldir. Loks varð 188% aukning í sölu mildra bensíntvinnbíla og voru 3.280 slíkir nýskráðir í febrúar.

Með öðrum morðum, þá hafa bílar með annars konar aflrás en brunavélar eingöngu fjölgað um 42.755 frá áramótum en á sama tíma í fyrra komu 19.942 bílar á götuna á sama tíma.
Frá áramótum hefur heildar nýskráningum bíla fækkað um 5,8%.
mbl.is