Þrír bítast um titil bíls ársins

Mazda 3 keppir um titilinn bílhönnun ársins auk titilsins heimsbíll …
Mazda 3 keppir um titilinn bílhönnun ársins auk titilsins heimsbíll ársins.

Tilkynnt var í morgun hvaða þrír bílar myndu bítast um titilinn „Heimsbíll ársins 2020“. Hver hnossið hlýtur verður kynnt á bílasýningunni í New York í lok apríl, verði henni ekki aflýst.

Bílarnir þrír, sem valdir voru úr hópi tíu tilnefndra, eru Kia Telluride og Mazdabílarnir CX-30 og Mazda 3, sá síðarnefndi af fjórðu kynslóð bílsins. Er hann einnig í úrslitum um viðurkenninguna „bílhönnun ársins“ ásamt annarrar kynslóðar Peugeot 208 og Porsche Taycan. 

Fjöldi Porsche verður í sviðsljósinu á verðlaunaathöfninni í New York. Taycan og 911-992 keppa um titilinn lúxusbíll ársins gegn Mercedes-Benz EQC. 

Þá eru þrír Porsche í úrslitum í flokki aflmikilla bíla 718 Spyder/Cayman GT4, 911-991 og Taycan. 

Loks keppa Kia e-Soul, Mini Cooper SE og Volkswagen T-Cross um titilinn „borgarabíll ársins 2020“.

Það voru 86 bílablaðamenn alls staðar að úr heiminum sem völdu framangreinda þrjá bíla til að keppa á lokasprettinum í hverjum flokki.

Kia Telluride
Kia Telluride
Mazda CX-30
Mazda CX-30
mbl.is