Bentley skammtar Bacalar

Bentley Barchetta
Bentley Barchetta

Færri munu fá en vilja þegar nýjasti Bentleyinn er annars vegar. Hann hefur fengið nafnið  Barchetta og verðmiðinn er sagður vera allt að 5,5 milljónir punda.

Barchetta verður framleiddur í aðeins 12 eintökum og sá er galli á gjöf  Njarðar að þau eru öll seld. Draumurinn um að eignast módel þetta verða menn þá að bíða uppboða eftir einhver ár.

Þótt farið sé talsvert hærra í frásögnum af verðmæti bílsins þykir verðmiði upp á 2,3 milljónir punda, 390 milljónir króna á gengi dagsins, raunverulegri. Gefur sú tala bílsmiðnum engu að síður vænan hagnað af hverju eintaki.

Á vegunum verður Bentley Barchetta í essinu sínu en vélarafl bílsins verður 650 hestar.

Bentley Barchetta
Bentley Barchetta
Bentley Barchetta
Bentley Barchetta
Bentley Barchetta
Bentley Barchetta
Bentley Barchetta
Bentley Barchetta
mbl.is