Fleiri bílar nýskráðir einkaaðilum

Rafbíllinn Renault Zoe
Rafbíllinn Renault Zoe mbl.is/​Hari

Í febrúar var 781 fólks- og sendibíll nýskráður hér á landi, sem er 12,7% færri bílar en í sama mánuði 2019 þegar þeir voru 895.

Samkvæmt upplýsingum frá bílaumboðinu BL jukust nýskráningar fólks- og sendibíla til einstaklinga um 1,8% fyrstu tvo mánuði ársins, samanborið við sama tímabil 2019. 

Nýskráningar til fyrirtækja og bílaleiga voru á hinn bóginn færri; 2,8% færri hjá fyrirtækjum og 39,3% færri hjá bílaleigum.

Vinsælasti bíllinn á fyrirtækjamarkaði landsins í febrúar, að bílaleigum undanskildum, var rafbíllinn Renault Zoe

Í febrúar voru 193 nýir fólks- og sendibílar nýskráðir bílaleigum, 48,1% færri en í sama mánuði 2019 þegar þeir voru 372.

Rafbíllinn Renault Zoe
Rafbíllinn Renault Zoe mbl.is/​Hari
mbl.is