Wuling Hongguang vinsælastur

Wuling Hongguang er vinsælasti fjölnotabíll heims undanfarin tvö ár.
Wuling Hongguang er vinsælasti fjölnotabíll heims undanfarin tvö ár.

Vinsælasti fjölnotabíll heims er hinn kínverski Wuling Hongguang og það þrátt fyrir að sala hans hafi dregist saman um 21,3% frá árinu 2018.

Wuling seldist í 374.878 eintökum en vinsældir á heimsvísu eru óskrifað blað þar sem bíllinn hefur aðeins verið seldur í heimalandi sínu, Kína. 

Hann var söluhæstur MPV-bíla bæði 2018 og 2019. Smíði Wuling Hongguang hófst í september árið 2010 hjá Saic-GM fyrirtækinu.

Með 155.466 bílum (-4,8%) ruddi Kia Soul Dodge Grand Caravan úr öðru sætinu, en sala hins síðarnefnda skrapp saman um 19% milli ára. Skrapp Dodge-bílsins saman um 19% á árinu og nam  150.754 bílum.

Buick GL8 vann sig upp í fjórða sæti með 148.121 selda bíla. Nissan Note lækkaði um 12,7% í 135.165 eintök Honda Odyssey skrapp einnig saman, um 8,5%, með 133.282 seldum eintökum.

Toyota Sienta seldist í 129.677 eintökum, sem er 7,7% aukning, Toyota Avanza hækkaði um fimm sæti í það áttunda með 121.646 bíla selda (+1,2%).

 Loks endaði Maruti Eeco í níunda sæti með 114.105 bíla og Toyota Sienna í því tíunda með 107.260 sem er 10,2% samdráttur.

Snoturt mælaborð í Wuling Hong-Guang.
Snoturt mælaborð í Wuling Hong-Guang.
mbl.is