Bílaleigubílarnir sendir heim

Sixt sendir sótthreinsaða bíla heim til viðskiptavina.
Sixt sendir sótthreinsaða bíla heim til viðskiptavina.

Í samræmi við ráðleggingar almannavarna hefur bílaleigan Sixt innleitt  nýjar verklagsreglur til að aðlaga sig að þeim aðstæðum sem ríkja vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

„Þær snerta bæði starfsfólk og viðskiptavini,“ segir í tilkynningu frá Bílabúð Benna, sem rekur Sixt.

Býður bílaleigan nú upp á heimsendingu á bílum og ýmis sérkjör.
„Heimsendingarþjónustan okkar er liður í því að létta fólki lífið og ekki veitir af á þessum skrítnu tímum,“ segir Guðmundur Orri Sigurðsson framkvæmdastjóri Sixt á Íslandi.

Samfara því að regluleg sóttvarnaþrif hafa verið tekin upp á vinnustöðum Sixt, vinnur fyrirtækið eftir þeim verkferlum að setja alla bíla í gegnum ýtarleg þrif þar sem allir snertifletir og bíllyklar eru sótthreinsaðir.

mbl.is