Bíll fyrir smitfælna

BAC Mono kom fyrst á markað árið 2011.
BAC Mono kom fyrst á markað árið 2011.

Sumir unnendur einkabílsins hafa tjáð sig um það á samfélagsmiðlum að undanförnu hvað þeim þykir gott að geta ekið sér sjálfir á milli staða á tímum kórónuveiru, frekar en að þurfa að sitja eins og sardínur í dós í strætisvagni.

Ekki verður fullyrt um sóttvarnagildi einkabílsins á þessum síðum, og virðist t.d. Japönum ganga ágætlega að halda kórónuveirusmitum í skefjum þótt þar sé sama kraðakið í lestunum nú sem áður.

Hitt er óhætt að fullyrða, að þeir sem vilja aka um án þess að eiga nokkra hættu á snertingu við annað fólk ættu að stíga skrefið til fulls með kaupum á nýjustu kynslóð BAC Mono-sportbílsins. Hann hefur það nefnilega fram yfir flest önnur ökutæki á markaðinum að rúma aðeins eina manneskju í einu og því nákvæmlega engin hætta á smiti.

BAC Mono kom fyrst á markað árið 2011 og við fyrstu sýn mætti halda að nýjasta kynslóðin sé nær óbreytt frá þeirri eldri. Nánari skoðun leiðir í ljós framfarir hér og þar sem m.a. miða að því að lágmarka vindmótstöðu. Þá hefur vélinni verið breytt með forþjöppum sem bæta við 27 hestölfum og tryggja að bíllinn fullnægi ströngustu mengunar- og hávaðakröfum. ai@mbl.is

BAC Mono er afar rennilegur.
BAC Mono er afar rennilegur.
Aðeins er sæti fyrir einn í BAC Mono.
Aðeins er sæti fyrir einn í BAC Mono.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »